
UNGLINGASTARF

Hreiðar Ævar Jakobsson
Hreiðar er unglingaleiðtogi Vegarins.

Unglingarnir eru mikilvægur hlekkur í starfi kirkjunnar. Þeir brúa bilið millli þess gamla og nýja, koma með nýjungar sem eru nauðsynlegar til þess að kirkjan nái að vaxa. Unglingarnir hafa alltaf verið duglegri að bjóða vinum og nýju fólki inn í kirkjuna og ýta þannig undir vöxt hennar.
Unglingarnir verða partur af heilbrigðum vinahópi sem er drifinn áfram að heilbrigðum gildum. Eitthvað sem virðist algerlega vanta inn í unglingadeildir skólanna nú til dags. Í unglingastarfi Vegarins er séð til þess að helstu þörfum unglingsins sé svalað, vinátta, virðing fyrir sjálfum sér og öðrum, þrá til að þroskast og verð betri í dag en í gær, skemmtun og brosa því lífið er partý og að allt þetta sé mögulegt fyrir náð Guðs.
Nafn unglingastarfsins er T4:12 og er tilvísun í 4. kafla og 12. vers í fyrra bréfi Páls til Tímóteusar en þar segir: „Lát engan líta smáum augum á æsku þína en ver fyrirmynd trúaðra í orði og hegðun, í kærleika, trú og hreinlífi.
Unglingastarfið er á föstudagskvöldum kl.20:00 og allir unglingar frá 13 ára aldri eru hjartanlega velkomnir.